135. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2008.

aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

539. mál
[15:10]
Hlusta

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessi svör svo langt sem þau ná. Það má vel vera að ég fari villur vega en ég var þeirrar skoðunar að útibú og dótturfélög sem eru staðsett í erlendum ríkjum væru undirorpin löggjöf þess ríkis og að því leyti væri þetta ákvæði óþarft.

Ég vona að hv. þm. Ágúst Ólafur Ágústsson skilji hvað ég er að fara í þeim efnum. Starfsemi útibúa í öðrum ríkjum er að mínu mati ávallt undirorpin lögum þess ríkis sem þau eru staðsett í. Ef svo er ekki þá erum við eiginlega að búa til framsal á löggjafarvaldi, þ.e. við erum með opinn tékka á því að löggjöfin geti verið mjög breytileg.