135. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2008.

viðbrögð ríkisstjórnarinnar við áliti mannréttindanefndar SÞ.

[20:11]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill vekja athygli hv. þingmanna á því að hér var borin upp eðlileg athugasemd um þingmál, hvort það væri væntanlegt. Forseti hefur lýst því yfir að berist ósk frá hæstv. sjávarútvegsráðherra mun forseti verða við því að slíkt mál fái eðlilega meðferð.

Í ljósi þess sem hæstv. forsætisráðherra sagði þá tel ég að það geti varla verið efni til frekari umræðu um fundarstjórn forseta af því tilefni. Forseti lítur svo á að ekki séu frekari beiðnir um umræðu um fundarstjórn forseta hvað þetta varðar.

Forseti vill ganga til dagskrár. Það er af nógu að taka. Það verður gengið til atkvæðagreiðslu og þess vegna þarf að hringja bjöllum.