135. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2008.

aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

539. mál
[20:27]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta frumvarp fjallar um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Verið er að skerpa á ákvæðum um það hvenær megi grípa inn í varðandi starfsemi einstaklinga í tengslum við hryðjuverk eða vegna stjórnmálalegra tengsla.

Skilgreiningin á hryðjuverkum og/eða listi yfir hryðjuverkasamtök sem náðst gæti til liggur ekki fyrir. Það er mjög brýnt að íslensk stjórnvöld skilgreini hvað þeir eiga við með hryðjuverkum. Þá er einnig talað um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla.

Herra forseti. Við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs munum sitja hjá við afgreiðslu örfárra greina en styðja frumvarpið að öðru leyti.