135. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2008.

Afbrigði um dagskrármál.

[20:44]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er gerð tillaga um að setja á dagskrá frumvarp ríkisstjórnarinnar um sjúkratryggingar. Það er þá í annað sinn sem því máli er hleypt inn í þingsali með afbrigðum. Það er ekki gott yfirbragð, herra forseti, á því hvernig þessu máli hefur verið komið í gegnum þingið. Þetta er stórt og hápólitískt mál sem varðar framtíð heilbrigðiskerfisins á Íslandi og um það eru miklar deilur. Ég óska eindregið eftir því að greidd verði atkvæði um afbrigði varðandi 49. liðinn. Þetta er vanreifað mál sem væri mun betra að lægi í sumar og væri unnið betur og tekið til afgreiðslu hér í haust. Ég skora á þingmenn að styðja mig í því.