135. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2008.

Afbrigði um dagskrármál.

[20:45]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir orð og atkvæðaskýringar hv. þm. Álfheiðar Ingadóttur en auk þess benda á að varðandi 49. og 50. dagskrárliðinn á eftir að dreifa nefndarálitum og breytingartillögum við bæði þessi frumvörp. Ekki hefur unnist tími til að klára þá vinnu og ég tel að það sé eðlilegt að það liggi hér frammi áður en við tökum málið á dagskrá.