135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[14:13]
Hlusta

Árni Páll Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þrátt fyrir að frumvarpið hafi komið seint fyrir þingið tókst ágætlega til um vinnu þess í hv. heilbrigðisnefnd og þar náðist að fjalla um það í u.þ.b. 20 klukkutíma. Ég hlakka til frekari umfjöllunar um málið í haust. Þetta mál er vel úr garði gert og eins og fram kemur í nefndarálitinu þá byggir það á því að skapa faglegan ramma utan um ákvarðanir um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustunnar til framtíðar og jafnframt að tryggja áfram aðgengi allra að þjónustunni óháð efnahag og tryggja að fullu jafnræði í veitingu þjónustunnar og standa þannig vörð um félagslegt heilbrigðiskerfi sem allir eigi aðgang að og er fjármagnað af hinu opinbera til frambúðar.