135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

atvinnuréttindi útlendinga o.fl.

338. mál
[14:37]
Hlusta

Paul Nikolov (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég er mjög þakklátur fyrir þær breytingar sem lagðar eru fram í frumvarpinu, þær eru löngu tímabærar. Nefndin hefur ákveðið að binda tímabundið atvinnuleyfi hjá tilteknum atvinnurekanda en ekki í tiltekinni starfsgrein eins og við Vinstri græn höfum mörgum sinnum lagt fram með miklum þverpólitískum stuðningi. Í nefndarálitinu segir, með leyfi forseta:

„… en nefndin telur slíkt skapa ákveðið óöryggi fyrir starfsmanninn þar sem mögulegt er að hann fái útgefið tímabundið atvinnuleyfi án þess að hafa vinnu fyrir komu til landsins.“

En hvað með þau sem koma frá ESB og hafa ekki slíka stöðu. Það hefur engin áhrif reikna ég með því að þetta fólk þarf að finna starf innan sex mánaða eða fara á brott. Af hverju eiga ekki sömu reglur að gilda fyrir alla óháð þjóðerni í samræmi við stjórnarskrá Íslands.

Ég mun styðja frumvarpið en ég hvet ríkisstjórnina til að stíga þetta þverpólitíska og löngu tímabæra skref.