135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[14:53]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl):

Virðulegi forseti. Kjarninn í þessu máli er að festa í sessi að mikilvægar auðlindir þjóðarinnar séu þjóðareign. Það er það sem frumvarpið hefur fyrst og fremst að geyma og skiptir mestu máli til lengri tíma litið. Vonbrigðin eru hins vegar þau að það er ófrágengið hvernig réttindunum skuli ráðstafað og hvað skuli fyrir þau greitt. Því hefur verið skotið til nefndar og hugsanlega kemur síðar tillaga um það til þingsins. Þetta endurspeglar þann vanda sem við erum í varðandi nýtingu sjávarauðlindarinnar. Um það eru átökin. Það á eftir að gera það sama þar, að taka ákvörðun um það hvernig réttindum er útdeilt og hvað fyrir þau er greitt.