135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

heimild ríkissjóðs Íslands til sérstakrar lántöku á árinu 2008.

640. mál
[14:57]
Hlusta

Guðni Ágústsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Eins og komið hefur fram við umræðu þessa máls styðjum við framsóknarmenn það og teljum það mikilvægt. Við höfum reyndar talið að ríkisstjórnin hefði þurft að bregðast við þeim gríðarlega efnahagsvanda sem nú blasir við þessari þjóð. Við heyrum að það hriktir í stoðum atvinnulífs og heimila landsmanna þannig að það er í rauninni harmsefni hversu ríkisstjórnin hefur verið daufgerð og brugðist seint við fjármálakreppunni, verðbólgunni innan lands. En ég þakka Seðlabanka Íslands fyrir að hafa landað þessu máli.