135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

tilkynning.

[15:08]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Þess ber að geta að kl. 4 í dag fer fram utandagskrárumræða um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Málshefjandi er hv. þm. Guðjón A. Kristjánsson. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Einar K. Guðfinnsson, verður til andsvara en umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.