135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

viðbrögð ríkisstjórnarinnar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

[16:23]
Hlusta

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Herra forseti. Ég sé ekki betur en að verið sé að niðurlægja Alþingi. Hér kemur hæstv. sjávarútvegsráðherra — í rauninni er ekki hægt að kalla hann háttvirtan eða hæstvirtan vegna þess að hann er að lítilsvirða Alþingi — og segir okkur að hann ætli ekkert að gera í málinu. Hann ætlar að hunsa álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, hann ætlar áfram að brjóta mannréttindi, hann ætlar að vera mannréttindaníðingur. Maður er svo sem ekkert hissa á því þó að sjálfstæðismenn vilji vera það, (Forseti hringir.) þeir hafa verið það.

(Forseti (EMS): Forseti vill biðja hv. þingmann um að gæta orða sinna og nota ekki orð eins og níðingur.)

Mannréttindabrot og mannréttindaníð er ekkert annað. Það er verið að brjóta mannréttindi á fólki og búið að gera það í mörg ár og ég hlýt að kalla þá réttum nöfnum sem eiga það skilið. Ingibjörg Sólrún er mannréttindaníðingur með því að laga ekki (Gripið fram í.)mannréttindabrotin. (Forseti hringir.) — Viltu segja eitthvað meira? (Gripið fram í.)Það er ekki hægt að sætta sig við þessi vinnubrögð, þetta er svívirðileg framkoma við Alþingi og fólkið í landinu. Ég spyr: Hvar er atvinnufrelsi mitt? Auðvitað eru þetta ekkert annað en útúrsnúningar hjá ráðherranum allt sem hann sagði áðan. Það er sorglegt að þurfa að horfa upp á íslenska stjórnmálamenn haga sér eins og þeir gera hér, auðvitað ættu þeir að segja af sér strax. Það er skýlaus krafa að þessi ríkisstjórn segi af sér af því að hún treystir sér ekki til að virða mannréttindi íslenskra þegna. Þetta er skítlegt eðli, það eru pólitískar druslur sem haga sér svona.