135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

opinberir háskólar.

546. mál
[20:31]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er tekið til atkvæðagreiðslu viðamikið frumvarp um opinbera háskóla. Frumvarpið kom seint fram og við framsóknarmenn höfðum óskað eftir að það fengi betri þinglegri meðferð. Sérstaklega hefðum við óskað þess að umræðurnar sem fóru fram í dag hefðu getað verið ítarlegri og lengri.

Það er margt jákvætt í þessu frumvarpi en í 6. gr. er þó grundvallarbreyting á stjórnskipulagi opinberra háskóla sem við getum ekki fellt okkur við. Við teljum að þar sé verið að ganga gegn tillögum Háskóla Íslands, tillögum stúdenta og við framsóknarmenn munum greiða atkvæði gegn því ákvæði.