135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

opinberir háskólar.

546. mál
[20:31]
Hlusta

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um frumvarp til laga um opinbera háskóla. Við meðferð málsins í hv. menntamálanefnd kaus meiri hlutinn að gera nokkrar breytingar á frumvarpinu hvað varðar gildissvið 1. gr. þess. Við komum að verulegu leyti til móts við þær athugasemdir sem fram komu vegna skipunar háskólaráðsins samkvæmt 5. og 6. gr. og gerðar voru breytingar á gjaldtökuheimildum samkvæmt frumvarpinu.

Þetta eru helstu breytingarnar sem við leggjum til en með þeim fullyrði ég að meiri hlutinn sé að koma til móts við þorra þeirra athugasemda sem fram komu við meðferð þessa máls. Ég hygg því að þingmenn ættu að geta sameinast um málið eins og það er því það er gott og ég ætla ekki að gera lítið úr mikilvægi þess að þetta mál verði samþykkt sem lög frá Alþingi fyrir hagsmuni Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands.