135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

opinberir háskólar.

546. mál
[20:40]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér boðum við breytingar á háskólaráði frá þeim tillögum sem meiri hlutinn hefur lagt til. Meiri hlutinn hefur gert þá breytingu á 6. gr. að í stað þess að nemendur eigi einn nemanda í háskólaráði eigi þeir tvo en um leið breyttu þeir utanaðkomandi aðilum sem menntamálaráðherra skipar úr tveim í fjóra. Valdahlutföllin eru þar af leiðandi þau sömu og við teljum afar mikilvægt að ráðin bæði í Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands verði áfram í nánum tengslum við starfsfólk skólanna og störf þess. Það er einu sinni þannig með Háskólann á Akureyri að starfsfólkið þar hefur með miklum dugnaði byggt hann upp og gert hann að því sem hann er í dag, undirstöðuafli ekki bara fyrir Akureyri heldur allt Norðurland og víðar.