135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu o.fl.

553. mál
[21:16]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Lagaumhverfi um rannsóknir og nýtingu auðlinda okkar, bæði í jörðu og á hafsbotninum, er mjög óskýrt og ófullkomið. Við vinstri græn teljum að rannsóknir og áætlanir um nýtingu auðlinda eigi, rétt eins og verndunin, heima í umhverfisráðuneyti en ekki í nýtingarráðuneytinu sem í þessu tilfelli er iðnaðarráðuneytið.

Við höfum gagnrýnt að ráðherra geti falið Orkustofnun, sem ekki ber pólitískt vald, að veita rannsóknar- og nýtingarleyfi án þess að settar séu skýrar reglur um meðferð umsókna og úthlutunarleyfa. Við munum sitja hjá við breytingartillöguna sem tekið er undir í nefndaráliti mínu í sjálfu sér en að öðru leyti munum við greiða atkvæði gegn frumvarpinu.