135. löggjafarþing — 114. fundur,  29. maí 2008.

Landeyjahöfn.

520. mál
[22:14]
Hlusta

Frsm. samgn. (Steinunn Valdís Óskarsdóttir) (Sf):

Herra forseti. Við 2. umr. um þetta mál kom í ljós ósamræmi milli frumvarpsins eins og það leit út og hafnalaga, mistök sem urðu og þar af leiðandi legg ég til breytingartillögu við afgreiðslu málsins nú sem er svohljóðandi, með leyfi forseta:

„Við 2. mgr. 3. gr. bætist tveir nýir málsliðir svohljóðandi: Notendum hafnarinnar er heimilt að skjóta ákvörðunum Siglingastofnunar, öðrum en gjaldskrárákvörðunum, til samgönguráðherra. Um málsmeðferð fer samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.“