135. löggjafarþing — 114. fundur,  29. maí 2008.

samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu.

621. mál
[22:52]
Hlusta

utanríkisráðherra (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir) (Sf):

Virðulegur forseti. Ég ætla rétt að útskýra af hverju þessi samningur hafi ekki komið fyrr inn en ég get svo sem ekki svarað fyrir það hvers vegna hann kom ekki fyrr á dagskrá þingsins. Samningurinn er náttúrlega ekki gerður fyrr en eftir að þeim frestum lýkur. Það er miðað við að mál séu komin inn fyrir 1. apríl, að öðrum kosti þarf að taka þau inn á dagskrá (Gripið fram í.) með afbrigði og hann er ekki undirritaður fyrr en 9. apríl. Það leiðir því eiginlega af sjálfu sér að hann kemur ekki hingað inn til þingsins fyrr en seinni hluta aprílmánaðar.

Þetta er eina skýringin sem ég get gefið en síðan voru auðvitað mörg mál og kannski ýmis sem voru talin mikilvægari sem þurftu að komast inn á dagskrána.