135. löggjafarþing — 114. fundur,  30. maí 2008.

efni og efnablöndur.

431. mál
[00:09]
Hlusta

Frsm. umhvn. (Helgi Hjörvar) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nefndaráliti umhverfisnefndar sem er að finna á þingskjali 1081 og breytingartillögu nefndarinnar á þingskjali 1082 og um álit nefndarinnar vísast til þingskjalsins.

Málið varðar efni og efnablöndur og skapar lagaramma til innleiðingar á tilskipunum Evrópusambandsins í þeim efnum. Nefndin fjallaði ítarlega um málið og fékk á sinn fund gesti sem getið er um í nefndaráliti og umsagnir enn fremur.

Það er niðurstaða nefndarinnar að mæla með því að frumvarpið verði samþykkt án þess að nokkrar verulegar breytingar hafi verið gerðar á því í umfjöllun nefndarinnar en breytingartillögu er að finna á þingskjali 1082.

Á nefndarálitið rita með fyrirvara tveir nefndarmenn, hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir og Árni Þór Sigurðsson.