135. löggjafarþing — 114. fundur,  30. maí 2008.

Veðurstofa Íslands.

517. mál
[00:18]
Hlusta

Frsm. umhvn. (Helgi Hjörvar) (Sf):

Virðulegur forseti. Hér er um að ræða sameiningu á starfsemi Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga sem áður voru hjá Orkustofnun og er hluti af breytingum á verkaskiptum í Stjórnarráðinu.

Nefndin fékk umsagnir um málið sem allar voru jákvæðar. Hún gerir á því lítils háttar breytingartillögur sem varða annars vegar það að fella niður ákvæðið sem lýtur að erlendum eigendum gagna og láta það gilda um gögn almennt og aðra lítils háttar breytingu á málinu. Hún leggur til að með þeim breytingum verði málið samþykkt.