135. löggjafarþing — 114. fundur,  30. maí 2008.

tæknifrjóvgun.

620. mál
[00:32]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég styð þetta frumvarp eindregið en skil reyndar ekki hvað ríkið er að kássast upp á það hvað einstaklingarnir eru að gera. Í frumvarpinu er eftirfarandi tekið fram: ætla megi að barninu sem til verður við aðgerðina verði tryggð þroskavænleg uppeldisskilyrði. Ég held að menn ættu þá að spyrja börnin sem ekki verða til hvort þau vildu vera til eða ekki. Þetta er náttúrlega alveg furðulegt.

Og það þarf að meta hvort konan sé gift, hvort hún sé á eðlilegum barneignaraldri, hafi líkamlega burði og fullnægjandi heilsufar. Það er ekki spurt að þessu hérna á börunum þegar fólk er að para sig saman. (Gripið fram í.) Ég vil ekki sjá að ríkið sé að kássast upp á það hvort fólk fer í tæknifrjóvgun eða ekki. Þetta er bara val hvers og eins.