135. löggjafarþing — 114. fundur,  30. maí 2008.

mannréttindabrot og fangabúðir í Guantanamo.

107. mál
[01:43]
Hlusta

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Sú mikla samstaða sem myndast hefur um að Alþingi taki skýrt af skarið í þessu máli er sannarlega ánægjuefni en að það er líka ánægjuefni að náðst hefur að koma á skýru verklagi um eftirlit með fangaflugi þegar grunur leikur á að Ísland sé nýtt í slíkum tilgangi. Það skiptir nefnilega miklu máli að ljóst sé að Ísland sé hvorki virkur né óvirkur þátttakandi í þeim verkum sem okkur grunar að fram fari í Guantanamo. Þess vegna er mikilvægt að við tökum skýrt af skarið og sá góði taktur sem myndast hefur í meðferð utanríkismálanefndar í þessu máli er sérstakt fagnaðarefni.