135. löggjafarþing — 115. fundur,  30. maí 2008.

fundarstjórn.

[01:47]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Af því að nú er að koma að lokum þessa þings langaði mig til að vekja athygli á því að svar við einni af þeim fyrirspurnum sem ég setti fram í kippu til hæstvirtra ráðherra, um stuðning við frjáls félagasamtök, hefur ekki enn borist. Það er fyrirspurn sem ég lagði fram á þskj. 772. Sú fyrirspurn er lögð fram til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hefur verið gengið eftir henni í allan dag og fram á kvöld en því miður hefur ekki náðst að svara henni.

Mér finnst það miður vegna þess að ég lagði hana fram um miðjan mars, 12. mars, þannig að það hefur tekið allt of langan tíma að koma þessari fyrirspurn í höfn. Ef að líkum lætur kemur hún ekki í mínar hendur fyrr en í september sem mér finnst afar miður.