135. löggjafarþing — 115. fundur,  30. maí 2008.

sjúkraskrár.

635. mál
[01:50]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Af augljósum ástæðum er þetta mjög stutt framsöguræða. Málið er mjög einfalt, þetta er frumvarp til laga um sjúkraskrár. Beðið hefur verið eftir þessum heildarlögum mjög lengi. Það þarf að huga að persónuverndarsjónarmiðum.

Ástæðan fyrir því að þetta er lagt fram er hins vegar sú að hér viljum við auka öryggi, auka gæði, draga úr kostnaði og auka ánægju sjúklinga. Það er allt saman í þessu frumvarpi og ég tel hyggilegt að hv. heilbrigðisnefnd fari yfir málið í sumar og við klárum það næsta haust.