135. löggjafarþing — 115. fundur,  30. maí 2008.

tæknifrjóvgun.

620. mál
[01:57]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Ég vil fagna því að þetta frumvarp er að verða að lögum sem er mikil réttarbót, sérstaklega fyrir ákveðinn hóp fólks sem hefur beðið eftir þessu lengi. Einhleypum konum verður nú gert kleift að gangast undir tæknifrjóvgun. Það er afskaplega ánægjulegt að sjá hvernig hv. heilbrigðisnefnd og þingheimur allur hefur unnið hratt og vel í þessu máli til að gera það að lögum á skömmum tíma. Ég vil þakka fyrir það og óska okkur öllum til hamingju með málið.