135. löggjafarþing — 116. fundur,  2. sept. 2008.

skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál.

[18:15]
Hlusta

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við ræðum efnahagsmálin og fyrr í dag var gefin út yfirlýsing af formanni Starfsgreinasambandsins um lífeyrissjóðina í landinu, erlendar fjárfestingar þeirra og að þar væri rétt að horfa sérstaklega til þess við núverandi aðstæður að flytja a.m.k. drjúgan hluta af þeim fjárfestingum hingað heim. Ég vil þess vegna, vegna þess að við þekkjum það að hv. þm. Ögmundur Jónasson hefur lagt gjörva hönd á plóg, bæði í stéttarfélögunum og í uppbyggingu lífeyrissjóða í landinu, inna hann álits á yfirlýsingu formanns Starfsgreinasambandsins, hvort hann sé sama sinnis og hvort hann hafi á sínum vettvangi beitt sér fyrir því að þær stefnubreytingar verði hjá lífeyrissjóðunum við þessar aðstæður að flytja hluta sinna fjárfestinga hingað heim.