135. löggjafarþing — 117. fundur,  3. sept. 2008.

tilkynning um dagskrá.

[13:32]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill geta þess að um klukkan tvö í dag, að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma, fer fram umræða utan dagskrár um stefnu ríkisstjórnarinnar í virkjana- og stóriðjumálum. Málshefjandi er hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon. Iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, verður til andsvara. Samkomulag er um ræðutíma og stendur umræðan í tvær klukkustundir.