135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

verðtrygging.

[13:43]
Hlusta

Birkir Jón Jónsson (F):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Hann sagði efnislega að hann væri opinn fyrir því að endurskoða það fyrirkomulag sem nú ríkir á þessum markaði. Staðreyndin er sú að staðan á þessum markaði er ójöfn. Fáir og mjög sterkir bankar drottna á markaði en við hvert og eitt sem skiptum við þau ágætu fyrirtæki erum lítil og smá. Það þarf að jafna samkeppnisstöðuna á þessum markaði og bæta stöðu neytenda, ég er viss um að hæstv. ráðherra er áfram um það. Ég fagna því þessari merkilegu yfirlýsingu sem kom frá hæstv. ráðherra, að hann sé tilbúinn að endurskoða þetta fyrirkomulag. Það er vissulega mikið hagsmunamál að bæði bankar og heimilin í landinu búi við stöðugt verðlag og það snerti hagsmuni beggja aðila en ekki eingöngu fjölskyldnanna eins og staðan er í dag. Eins og ég benti á er mikilvægt að skoða þessi mál sérstaklega nú þegar verðbólgan er ein sú hæsta í 20 ár. Ég fagna því sérstaklega þessari yfirlýsingu hæstv. ráðherra.