135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[15:08]
Hlusta

Frsm. meiri hluta heilbrn. (Ásta Möller) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér vannst bara ekki tími til að svara seinni spurningunni því það er svo mikill æsingur vinstri grænna í að fara í andsvör við mig að þau takmarkast við eina mínútu.

Varðandi hvert var leitað fanga í Bretlandi þá hlýt ég fyrst og fremst að nefna Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur sem er doktor í stjórnsýslufræðum og hefur kynnt sér sérstaklega heilbrigðisþjónustuna í Bretlandi. Doktorsritgerð hennar fjallar m.a. um samanburð á íslenskri og breskri heilbrigðisþjónustu og þeirri þróun sem hefur orðið á síðustu árum. Hún hefur þar af leiðandi verið aðalsérfræðingur okkar til þess að draga fram þekkingu frá Bretlandi sem við höfum byggt á.

Síðan eru náttúrlega flestir þingmenn nokkuð læsir á fræðigreinar bæði frá Bretlandi og annars staðar frá og hafa því fengið (Forseti hringir.) tækifæri til þess að skoða fræðigreinar í þessa veru. (Gripið fram í.)