135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[15:40]
Hlusta

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar að spyrja hv. þm. Þuríði Backman um fylgiskjöl I og II — ljósrit sem fylgir nefndaráliti hv. þingmanna Álfheiðar Ingadóttur og Þuríðar Backman úr bæklingum sem BSRB, hagsmunasamtök launþega, hafa gefið út: Hafa þær, hv. þingmenn, heimild BSRB til að ljósrita þennan bækling í þeirri mynd sem hér liggur fyrir? Mig langar í öðru lagi að spyrja, af því að oftar en ekki hafa menn ekki heimild til að ljósrita annarra manna gögn og birta sem fylgiskjöl, hvort hv. þm. Þuríði Backman þyki það siðlegt að þingmenn Vinstri grænna láti fylgja með nefndaráliti sínu fyrirlestra sem fluttir hafa verið á vegum hagsmunasamtaka launþega, hagsmunasamtaka sem heita BSRB? Þykir hv. þingmanni þetta siðlegt og fékkst leyfi frá BSRB, hagsmunasamtökum launþega, til að birta og ljósrita þetta með þeim hætti sem hér er?