135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[15:43]
Hlusta

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það kann að vera siðlegt en mér þykir það ömurlegt. Mér þykir hér vera komið inn á það sem hv. þm. Þuríður Backman sagði áðan um hagsmunatengsl, þ.e. sérkennileg hagsmunatengsl tveggja þingmanna Vinstri grænna við forustu BSRB. En það er kannski ekki að furða þar sem (Gripið fram í: Hvaða þingmanna?) — hv. þingmanna Þuríðar Backman og Álfheiðar Ingadóttur, sem skrifa undir það minnihlutaálit sem hér er.

En það þarf kannski ekki að vera skrýtið þar sem formaður þingflokks Vinstri grænna er jafnframt formaður BSRB og tali menn nú um hagsmunatengsl. Þau passa stundum fyrir hv. þingmenn Vinstri grænna en þegar það snýr að þeim sjálfum á eitthvað allt annað við. Ég fer fram á það, hæstv. forseti, að staðfesting BSRB fáist á því að þetta hafi verið heimilt. (Gripið fram í.)