135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[15:44]
Hlusta

Frsm. 1. minni hluta heilbrn. (Þuríður Backman) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég dreg enga dul á að ég dáist að atorku og dugnaði þingflokksformanns okkar, Ögmundar Jónassonar. (Gripið fram í: Það er ekki til umræðu hér.) Það er til umræðu hér (Gripið fram í: Ekki dugnaður hans.) — dugnaður hans og atorka, ég dáist að því. En að hann sé tekinn fyrir, og haft hefur verið á orði, sem málsvari eða ekki málsvari.

En BSRB eru sjálfstæð (Forseti hringir.) samtök opinberra starfsmanna og eru allt annað og meira en einn formaður. Það var nú þetta sem ég ætlaði að segja. (Forseti hringir.) Ég vil líka benda á að við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs (Forseti hringir.) höfðum sem fylgiskjal álit íslensks fræðimanns, (Forseti hringir.) Rúnars Vilhjálmssonar, með fyrra nefndaráliti.