135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[16:27]
Hlusta

Frsm. 2. minni hluta heilbrn. (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef svo sem ekki miklu við þetta að bæta. Þetta er nokkuð ljóst okkar á milli. Ég get endurtekið það að ég tel mikilvægt að ríkið hafi sterkt lið í samningum þegar um er að ræða að kaupa þjónustu og það vil ég bæta.

Ég get sagt eins og hv. þingmaður að vissulega vonar maður að þetta geti allt saman gengið vel. Það er nú ekkert lítið í húfi. Það væri grátlegt ef við stæðum frammi fyrir því að hafa skaðað heilbrigðiskerfið okkar sem við höfum verið ákaflega stolt af. Sem bjartsýnismanneskja verð ég bara að vona það besta. En ég heiti því að fylgjast vel með því sem gerist og mun veita ríkisstjórninni aðhald eins og mér er unnt.