135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[16:57]
Hlusta

Frsm. 1. minni hluta heilbrn. (Þuríður Backman) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og ég skil hugmyndafræði Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins í þessu máli verður bannað að semja við stéttarfélög. Skoðum stöðu ljósmæðra núna. Ef og þegar þetta verður að lögum á þá að þvinga þær sem eru núna að semja (Gripið fram í.) við Tryggingastofnun á félagslegum grunni (Gripið fram í.) til að stofna fyrirtæki (Gripið fram í.)til að geta samið? Þær semja núna um laun og kjör við TR en verða þær að stofna fyrirtæki til að geta samið við nýja stofnun?

Fjármagn fylgir sjúklingi. Skiptir ekki máli hvar staðsetningin er? Ef fjármagnið á að fylgja sjúklingi gilda þá ekki þau lögmál markaðarins að þjónustan þjappist þangað sem fjöldinn er? Hvernig á að stýra því að þjónustan verði úti um land? Á að hafa áhrif á það hvar staðsetningin er (Forseti hringir.) eða mun þetta ekki leiða til þess að þjónustan verði verri úti um landsbyggðina?