135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[19:07]
Hlusta

Frsm. meiri hluta heilbrn. (Ásta Möller) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hugsa að hv. þingmaður sé þá með eldri tölur en ég því að þessar tölur sem ég er með eru frá 2007. Hún ætti kannski aðeins að tékka það af.

Það er líka látið að því liggja á bls. 11 að opinberum heilbrigðisstofnunum sé haldið í fjársvelti. Á sömu blaðsíðu í sama hefti frá Hagstofu Íslands kemur fram að heilbrigðisútgjöld á föstu verði hafi frá 1998–2006 aukist um 30% umfram verðbólgu. Það er því ekki hægt að segja að það sé naumt skammtað til heilbrigðisþjónustunnar.

Varðandi ljósmæður mun ég í seinni ræðu minni fjalla um það mál.