135. löggjafarþing — 120. fundur,  10. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[14:07]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta frumvarp er beint framhald af lögum um heilbrigðisþjónustu sem samþykkt var af öllum þingmönnum vorið 2007 og markmiðið með frumvarpinu sem verður að lögum hér á eftir er að auka yfirsýn og fagleg vinnubrögð og hagkvæmni við kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn. Nú eru þessi kaup á þremur stöðum en eftir samþykkt frumvarpsins verða þau á einum.

Markmið er og verður, og um það er sem betur fer þverpólitísk samstaða á Íslandi, að allir Íslendingar eigi völ á heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Samþykkt þessa frumvarps er nokkuð sem mun auðvelda okkur það krefjandi eilífðarverkefni.