135. löggjafarþing — 120. fundur,  10. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[14:14]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Okkar tillögur ganga út á að rýmka aðkomu sjúkratrygginga að tannlækningum aldraðra, öryrkja, barna og ungmenna undir 20 ára aldri. Okkar skoðun er sú að það eigi ekki að gera greinarmun á tannlækningum og öðrum lækningum. Allt eigi þetta að heyra undir heilbrigðiskerfið og lúta sömu lögmálum og við erum þeirrar skoðunar að almenn læknisþjónusta eigi að vera gjaldfrjáls.

Okkar tillögur ganga út á það að ekki verði heimilt að taka gjald fyrir almennar tannlækningar barna og ungmenna, 20 ára og yngri, né heldur fyrir almennar tannlækningar elli- og örorkulífeyrisþega sem njóta tekjutryggingar.