135. löggjafarþing — 120. fundur,  10. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[14:16]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Hér er gerð tillaga um það að sjúkratryggingar taki ekki aðeins til þjónustu ljósmæðra í heimahúsum við fæðingu heldur einnig til þjónustu við sængurkonur eftir að þær koma heim af fæðingardeildum. Og til samræmis er gerð breytingartillaga við 29. gr., gjaldtökugreinina, um að ekki verði heimilt að krefja sængurkonur fyrir gjald fyrir slíka þjónustu.

Þetta er mikilvægt réttlætismál einkum í ljósi þeirra áforma að nú á að banna samninga við stéttarfélög, í þessu tilviki Ljósmæðrafélag Íslands en sú þjónusta hefur verið kostuð og greidd af Tryggingastofnun ríkisins á grundvelli samnings sem Félag ljósmæðra hefur gert við Tryggingastofnun Íslands. Ég segi já.