135. löggjafarþing — 120. fundur,  10. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[14:20]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Það hefur verið gerð hér grein fyrir þeim tillögum sem lúta að gjaldtöku hjá sjúklingum, nema hvað varðar túlkaþjónustu sem þarna er einnig að finna. En mig langar til þess að vekja athygli á því sem þarna er í 5 lið a.

Það hefur á undanförnum árum því miður verið gerð mikil krafa um auknar sértekjur á sjúkrahúsunum og vegna almennrar hagræðingarkröfu sem þar hefur verið þá hefur hluta af kostnaði við aðgerðir og meðferð verið velt yfir á sjúklinga. Þess eru dæmi að sjúklingar hafi þurft að greiða tugþúsundir króna á staðnum fyrir lungnamynd eða beinaskann vegna þess að þeir þurfa að fara í rannsóknina að mati læknis sem þarf að skera þá upp daginn eftir.

Þetta er mikið óréttlæti og þetta bitnar mjög illa á mjög veiku fólki. Og ég skora nú á menn að styðja þessa tillögu sem ég held að geti jafnvel verið ólögmæt í ljósi 18. gr. (Forseti hringir.) laganna.