135. löggjafarþing — 120. fundur,  10. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[14:30]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Það er greinilegt að þessi áskorun ungra vinstri grænna í gær um að nú væri komið að því að Samfylkingin stofnaði félag jafnaðarmanna innan sinna vébanda hefur komið á réttum tímapunkti. Að halda því fram að það sé nauðsynlegt að banna með lögum að Tryggingastofnun eða Sjúkratryggingastofnun geti samið við stéttarfélög eða fagfélög í heilbrigðisþjónustu til að styrkja samningsstöðu ríkisins, það er bull, hv. þingmaður.

Hér er verið að leggja til að það verði heimilt, eins og verið hefur um árabil og hefur verið bent á að er ekki mikil hætta fólgin í og þarf ekki endilega að vera eingöngu. Það er verið að opna þarna möguleika. Bannið er hins vegar atlaga að stéttarfélögunum í landinu og að fagmennsku og samstöðu í þeirra röðum. Ég segi já.