135. löggjafarþing — 122. fundur,  11. sept. 2008.

umhverfismál.

664. mál
[11:08]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Tekið er fyrir 2. dagskrármálið, skýrsla umhverfisráðherra um umhverfismál. Samkomulag er um fyrirkomulag umræðunnar og ræðutíminn er sem hér segir: Ráðherra hefur allt að 20 mínútur til framsögu og talsmenn annarra þingflokka hafa 15 mínútur í 1. umf. Í 2. umf. hefur hver þingflokkur 10 mínútur. Eftir það er ræðutími samtals 63 mínútur og skiptist milli þingflokkanna eftir þingsætafjölda, þó þannig að enginn þingmaður tali lengur en 5 mínútur. Við lok umræðunnar hefur ráðherra 5 mínútur. Ekki er gert ráð fyrir andsvörum. Heimilt er að færa ræðutíma milli umferða.