135. löggjafarþing — 123. fundur,  12. sept. 2008.

starfsemi Íslandspósts.

[11:14]
Hlusta

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Frú forseti. Það segir reyndar og er haft eftir Ingimundi Sigurpálssyni, forstjóra Íslandspósts, á forsíðu Fréttablaðsins í gær að það sé rétt að verið sé að útvíkka starfsemi fyrirtækisins verulega og uppbygging pósthúsanna sé til að auka samkeppnishæfni þess við einkaaðila á flutningamarkaði. Ég get ekki skilið það betur en svo að það sé hárrétt að Íslandspóstur sé í skjóli ríkisins að undirbúa samkeppni í flutningum. Þetta er þróun sem er mér engan veginn að skapi, ég tala ekki um í því ástandi sem nú ríkir í rekstrarumhverfi þessara fyrirtækja. Ef eitthvað er í takt við tímann, úr því að hæstv. ráðherra nefndi það, þá er það a.m.k. ekki að ríkið hefji á árinu 2008 grímulausa samkeppni við einkaaðila sem starfa á mörkuðum (Forseti hringir.) sem þeir hafa fram til þessa getað sinnt skuldlaust og ágætlega.