136. löggjafarþing — 1. fundur,  1. okt. 2008.

kosning 5. varaforseta skv. 3. mgr. 3. gr. þingskapa, sbr. 5. mgr. 68.

[16:07]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf, dagsett í gær, 30. september, frá Magnúsi Stefánssyni, 3. þm. Norðvest. og 5. varaforseta Alþingis:

„Þar sem samkomulag liggur fyrir milli þingflokka stjórnarandstöðu um skiptingu embætta á þessu kjörtímabili sem felur það í sér að þingflokkur Frjálslynda flokksins eigi varaforseta í stað þingflokks Framsóknarflokksins á 136. löggjafarþingi, sem hefst 1. október 2008, segi ég af mér sem 5. varaforseti Alþingis svo að fram geti farið kosning nýs varaforseta í minn stað samkvæmt því samkomulagi sem áður er nefnt.“

Samkvæmt þessu bréfi leggur forseti til að fram fari kosning 5. varaforseta. Mér hefur borist ein tilnefning, um 9. þm. Norðvest., Kristin H. Gunnarsson. Þar sem ekki eru fleiri tilnefndir en kjósa skal lýsi ég Kristin H. Gunnarsson réttkjörinn sem 5. varaforseta Alþingis. Ég óska honum til hamingju með kosninguna og allra heilla í starfi.