136. löggjafarþing — 3. fundur,  3. okt. 2008.

efnahagsmál og umræða um fjárlög 2009.

[10:39]
Horfa

Jón Magnússon (Fl):

Virðulegi forseti. Það er ljóst þegar meiningin er að hefja umræður um frumvarp til fjárlaga að við ræðum um frumvarp sem hefur eiginlega ekki annað gildi en spádómsgildi eða ákveðna stefnumörkun. Það hefur litla þýðingu miðað við hvernig ástandið er í dag. Ég ætla að benda á eitt atriði:

Fyrir tæplega viku síðan var Glitnisbanki þjóðnýttur fyrir 84 milljarða sem eru orðnir að 93 milljörðum í dag. Það þarf að koma stöðugleika á í þjóðfélaginu. Það er forgangsverkefni. Við eigum að einhenda okkur í að vinna saman að því og forsætisráðherra ætti að hafa forgöngu um það. Við eigum því að fresta umræðunni um fjárlagafrumvarpið.