136. löggjafarþing — 4. fundur,  6. okt. 2008.

varamenn taka þingsæti.

[16:36]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Borist hafa bréf frá Katrínu Júlíusdóttur, Álfheiði Ingadóttur og Siv Friðleifsdóttur um að þær séu á leið á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og geti því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur. Í dag taka sæti á Alþingi varamenn þeirra, Guðmundur Steingrímsson, Guðmundur Magnússon og Samúel Örn Erlingsson. Guðmundur Steingrímsson og Samúel Örn Erlingsson hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðnir velkomnir til starfa á ný.

Kjörbréf Guðmundar Magnússonar, 2. varamanns á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður, hefur verið rannsakað og samþykkt. Hann hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á Alþingi á ný. Fyrsti varamaður listans í kjördæminu, Auður Lilja Erlingsdóttir, hefur boðað forföll.