136. löggjafarþing — 6. fundur,  6. okt. 2008.

heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði.

80. mál
[23:06]
Horfa

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ástæðan fyrir því að ég kveð mér hljóðs er að á þingskjali með breytingartillögunni er villa sem þarf að leiðrétta og koma á framfæri. Í tölul. 7 stendur: „Á undan orðunum „53. gr.“ í 1., 2. og 6. mgr. 48. gr. laganna kemur: 2. tölul. 9. gr.“ Þetta síðasta á ekki að vera svo heldur á þar að standa: 2. mgr. 15. gr.