136. löggjafarþing — 9. fundur,  8. okt. 2008.

Lánasjóður íslenskra námsmanna.

35. mál
[14:16]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hv. þm. Birki Jón Jónsson, vegna þeirra orða sem hann lét falla um að menntamálaráðherra hefði svarað því neitandi að breyta ætti lánum til námsmanna. Ef ég man rétt spurði hv. þingmaður hvort gengisfall krónunnar yrði bætt. Þá langar mig að spyrja hv. þingmann: Ef hann lítur svo á að gengisbreyta eigi námslánum vegna gengisfalls krónunnar er hann þá reiðubúinn að gengisbreyta öllu öðru vegna gengisfalls krónunnar til þeirra sem búa í þessu landi og hafa farið illa út úr gengisfellingunni eins og við blasir eða er hann eingöngu að hugsa um Lánasjóð íslenskra námsmanna og námsmenn?