136. löggjafarþing — 10. fundur,  9. okt. 2008.

umræða um stöðu mála á fjármálamarkaði.

[10:34]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Vegna orða hv. þingmanns er rétt að geta þess að þeir ráðherrar sem hefur verið kynnt að yrðu við í dag vegna óundirbúinna fyrirspurna eru forsætisráðherra og menntamálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra. Þessi listi var eins og venja er sendur út síðasta föstudag og hefur ýmislegt breyst á þeim tíma en það er reynt að hafa nokkurn fyrirvara á því fyrir hv. þingmenn um það hverjir verði til svara af hálfu ráðherranna. En sú breyting varð á, og það er rétt sem kom fram hjá hv. þingmanni, að hæstv. forsætisráðherra er til að svara óundirbúnum fyrirspurnum í dag.