136. löggjafarþing — 10. fundur,  9. okt. 2008.

umræða um stöðu mála á fjármálamarkaði.

[10:40]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Vegna orða hv. þingmanns er rétt að geta þess að haldinn var fundur með formönnum þingflokka í gær þar sem farið var yfir dagskrá þessa fundar. Samkomulag náðist um að hún yrði á þeim nótum sem hér hefur orðið. Þá lá allt fyrir. Það lá líka fyrir hvaða ráðherrar yrðu ekki hér til andsvara þannig að forseti hlýtur að vísa til þess þegar gerðar eru athugasemdir um þá framvindu sem er á fundum í dag.

Forseti leggur áherslu á það að við getum haldið dagskránni áfram og síðan mun ég að sjálfsögðu hafa samráð við formenn þingflokkanna, væntanlega með því að gert verði fundarhlé þannig að við getum tekið ákvarðanir um þau skref sem við þurfum að öðru leyti að stíga í dag.