136. löggjafarþing — 10. fundur,  9. okt. 2008.

aukinn þorskafli á fiskveiðiárinu 2008--2009.

11. mál
[15:01]
Horfa

Karl V. Matthíasson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er náttúrlega ljóst að þegar tveir flokkar með ólík sjónarmið í ýmsum málum mynda ríkisstjórn nást ekki öll mál fram. (Gripið fram í: … bætast þó við …) Það er bara þannig. Þeir mætast á miðri leið. Ég held að það sé deginum ljósara að Samfylkingin hefur náð fram gríðarlega mörgum góðum málum í samfélaginu í sambandi við það sem lýtur að félagsmálum sérstaklega. Það er það sem mig langaði að segja. Ef talað er um að helmingur kosningaloforða sé svikinn þá er væntanlega staðið við hinn helminginn. Og ef þetta hefur verið gríðarlega mikill fjöldi loforða þá er það nokkuð vel ef staðið er við helminginn. Það má líta á þetta sem hrós frá hv. þingmanni ef út í það er farið.