136. löggjafarþing — 10. fundur,  9. okt. 2008.

aukinn þorskafli á fiskveiðiárinu 2008--2009.

11. mál
[15:02]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Það er hægt að segja að það hafi fengist eitthvað í félagsmálunum. Það eina sem Samfylkingin getur hreykt sér af (KVM: Nei, nei, láttu ekki svona …) eftir kosningar eru verk Jóhönnu Sigurðardóttur þó að þau séu kannski miklu minni en lofað var og lagt var upp með í kosningabaráttunni. En í sjávarútvegi hefur ekkert verið gert. Og það sorglega er að meira að segja flokkur sem þykist vera jafnaðarmannaflokkur á Íslandi, þ.e. Samfylkingin, lætur það yfir sig ganga að mannréttindi séu brotin á Íslandi og þeir ætla ekki að borga bætur þeim mönnum sem hafa orðið fyrir mannréttindabrotum. Þeir sem brjóta mannréttindi eru auðvitað ekkert annað en — bíp.